fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Fljótasti leikmaður ensku deildarinnar – Kyle Walker kemst ekki á lista

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyle Walker, leikmaður Manchester City, er ekki lengur á lista yfir fljótustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar.

Walker hefur almennt verið talinn einn allra fljótasti leikmaður deildarinnar undanfarin ár. Hann er vissulega orðinn 33 ára og kannski aðeins farinn að hægjast á kappanum.

The Sun birtir í dag lista yfir hröðustu spretti ensku úrvalsdeildarinnar í vetur og þar kemur í ljós að miðvörður Tottenham, Hollendingurinn Micky van de Ven, er sá fótfráasti í vetur. Hefur hann mælst á 37,38 kílómetra hraða.

Í öðru sæti er Chiedozie Ogbene, leikmaður Luton, og í þriðja sæti er Pedro Neto leikmaður Wolves. Fljótasti leikmaður Liverpool er Ungverjinn Dominik Szoboszlai en hann er jafnframt fjórði hraðasti leikmaður deildarinnar.

Það virðist ekki koma stuðningsmönnum Tottenham mikið á óvart að van de Ven sé efstur á blaði.

„Van de Ven er fljótasti leikmaðurinn sem ég hef séð í Tottenham-treyjunni – og ég horfði á Kyle Walker í sjö ár,“ sagði einn og bætti við að Walker ætti ekki möguleika í Van de Ven.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár