fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Þetta finnst útlendingum á Íslandi vanta eða mega bæta hér á landi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. febrúar 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörugar umræður fara nú fram á samfélagsmiðlinum Reddit þar sem útlendingar búsettir á Íslandi nefna það sem þeim vinnst vanta eða mega bæta hér á landi. Umræðurnar fara fram í hópnum Iceland og hafa margir lagt orð í belg.

„Góð póstþjónusta sem er auk þess að viðráðanlegu verði,“ segir einn og fær miklar undirtektir.

Annar segir að eitt af því sem virðist alltaf vanta séu varahlutir í bíla. „Það skiptir ekki máli hvað það er, svarið er alltaf: „ekki til, 10-12 virkir dagar að panta, kostar skrilljón“.

Einn bendir á að úrvalið af góðum ostum sé ekki ýkja mikið hér á landi og taka ýmsir undir það. „Það er ekki erfitt að fá ost á Íslandi, hann er ótrúlega vinsæll. Vandamálið er að úrvalið er lítið og ostarnir sem framleiddir eru á Íslandi standast ekki þá erlendu í gæðum.“

Einn segir að það væri gott að hafa banka sem býður upp á lán á viðráðanlegum vöxtum. Undir það taka mjög margir og segir einn að vaxtaokrið á Íslandi sé „besta löglega svindl“ sögunnar. Annar nefnir að það sem vantar á Íslandi séu íbúðir án þess að útskýra það nánar.

Sá þriðji dregur þetta saman og segir: „Húsnæði á viðráðanlegu verði og venjulegir bankar væru vel þegnir.“

Einn nefnir að erfitt sé að fá gott beikon á Íslandi og þá sé úrvalið af góðum pylsum í hefðbundnum matvöruverslunum ekki ýkja mikið. Annar nefnir úrvalið af asískum mat – hann sé heldur tilbreytingarsnauður á Íslandi.

Þá nefnir einn að erfitt sé að fá gott kebab á Íslandi, það standist almennt engan samanburð við það sem hægt er að fá til dæmis í Þýskalandi og Danmörku.

Það kemur kannski ekki á óvart að almenningssamgöngur skuli nefndar. „Það væri mjög fínt að geta komist til og frá vinnu án þess að nota einkabílinn á hverjum degi. Og eins og margir hafa nefnt, góður ostur. Eftir mörg ár á Íslandi er ostur eiginlega það eina sem ég tek með mér til Íslands þegar ég ferðast til útlanda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“