Stefán Ingi Sigurðarson komst á blað fyrir lið Patro Eisden í dag sem mætti Francs Borains í Belgíu.
Eisden spilar í næst efstu deild í Belgíu en Stefán samdi við félagið síðasta sumar eftir dvöl hjá Breiðabliki.
Stefán skoraði annað mark liðsins í 3-1 sigri en fékk ekki að klára leikinn og fór af velli undir lok leiks.
Einnig í Belgíu þá tapaði Íslendingalið Eupen gegn Mechelen en sú viðureign var í úrvalsdeildinni.
Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson tóku þátt í tapi Eupen.