fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Landsbankinn hagnaðist um 33,2 milljarða króna á síðasta ári

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 12:32

Mynd:DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagnaður Landsbankans á árinu 2023 nam 33,2 milljörðum króna eftir skatta en til samanburðar nam hagnaðurinn 17,0 milljörðum árið 2022.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Í tilkynningunni kemur fram að bankaráð hyggist leggja til við aðalfund bankans að bankinn greiði 16,5 milljarða króna í arð á þessu ári.

Hreinar vaxtatekjur bankans á síðasta ári námu 57,6 milljörðum króna en námu 46,5 milljörðum árið 2022. Eigið fé í árslok var 303,8 milljarðar króna en var 279,1 milljarður króna árið 2022.

Eigið fé í árslok 2023 var 303,8 milljarðar króna (2022: 279,1 milljarður króna). Á árinu 2023 greiddi Landsbankinn 8,5 milljarða króna í arð til hluthafa. Eiginfjárhlutfall í árslok 2023 var 23,6% (2022: 24,7%). Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gerir 20,2% heildarkröfu um eiginfjárgrunn Landsbankans.

„Bankaráð Landsbankans hyggst leggja til við aðalfund, sem er á dagskrá þann 20. mars 2024, að greiddur verði arður til hluthafa sem nemur 0,70 krónum á hlut vegna rekstrarársins 2023, samtals 16,5 milljarðar króna. Arðgreiðslan samsvarar 50% af hagnaði samstæðu bankans á árinu 2023. Verði tillagan samþykkt munu arðgreiðslur Landsbankans á árunum 2013-2024 samtals nema 191,7 milljörðum króna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn