fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Egill lét Bjarna heyra það: „Hvaða drullusokksháttur er þetta?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. janúar 2024 08:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason fjölmiðlamaður og Bjarni Ákason fjárfestir lentu í áhugaverðu orðaskaki á Facebook-síðu þess fyrrnefnda í gærkvöldi.

Egill skrifaði sakleysislega færslu sem vakti athygli margra en þar sagði hann frá vinum sínum frá Venesúela, harðduglegu og hæfileikaríku fólki, sem eiga væntanlega yfir sér brottvísun frá landinu eins og aðrir frá Venesúela.

Í færslu sinni sagði Egill:

„Vinir okkar frá Venesúela þegar þau voru búin að segja okkur að þau kynnu að gera við rafmagn, pípulagnir og bíla – ofan á allt hitt sem þau gera: “We are from South-America, we have to be able to do everything.” Duglegasta og heiðarlegasta fólk sem ég hef kynnst, en stjórnvöld hér vílja ólm vísa því úr landi.“

Bjarni skrifaði eftirfarandi athugasemd við færsluna:

„Væntanlega borgað svart.“

Egill var ekki ýkja hrifinn af þessari athugasemd og lét Bjarna heyra það.

„Þetta fólk hefur enga vinnu – hvaða drullusokksháttur er þetta og ógeðslega forréttindablinda! En því er margt til lista lagt. Eiginmaðurinn er forritari.“

Bjarni furðaði sig á viðbrögðum Egils.

„Ha drullusokksháttur? Bara spurði einfalt ertu að borga svart? Er ég þá drullusokkur? Og með forréttinda blindu bættirðu við. Hef því miður aldrei verið með forréttindi.“

Egill svaraði að bragði:

„Þetta fólk er vinir mínir, það vinnur ekki fyrir mig. Hvað er að þér að bera fólki svona á brýn! Ég er ekki með atvinnurekstur og get t.d. ekki stundað taumlaust okur á vörum sem ég sel,“ sagði Egill.

Bjarni virtist þeirrar skoðunar að viðbrögð Egils væru heldur harðari en efni stæðu til.

„Voðalega ertu viðkvæmur með þetta. Gott að fólk hafi vinnu sérstaklega þegar það hefur litlar sem engar tekjur. En að mógúll eins og þú notir drullusokkatal og slæm orð og “constantly” breytir status. Það er ekki frjáls umræða.“

Egill var ekki á því að draga eitthvað í land.

„Svo þykistu ekki hafa forréttindi – við höfum báðir gríðarleg forréttindi miðað við þorra jarðarbúa. En þú veður inn á mína síðu með tilhæfulausar ásakanir í garð mín og vina minna.“

Bjarni hélt áfram að fara í taugarnar á Agli og spurði hvort skattsvik væru í lagi, án þess að fara einhver rök fyrir því að þetta tiltekna fólk stundaði skattsvik.

„Geturðu hætt þessu – þetta eru vinir mínir – geturðu ekki skilið það? Fengum okkur ís saman áðan og vorum að spjalla,“ sagði Egill og ákvað Bjarni í kjölfarið að verða við ósk Egils.

„Ok hættur,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós
Fréttir
Í gær

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum