fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Stjarna fædd

Jordan Smith vann hug og hjörtu áhorfenda í The Voice

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem horfðu á bandarísku útgáfuna af The Voice sem Skjár Einn lauk nýlega sýningum á hljóta að hafa hrifist af hinum tuttugu og tveggja ára gamla Jordan Smith. Hann mætti í The Voice og þeir sem dæma fólk eftir útliti hafa örugglega margir fussað þegar þeir sáu þennan unga mann í yfirvigt og talið að hann væri ekki efni í stjörnu. En um leið og hann opnaði munninn og fór að syngja var ljóst að þarna var upprennandi stjarna á ferð.

Þessi ungi maður sem viðurkenndi að vera óframfærinn og sagði sig skorta sjálfstraust, en er ákaflega trúaður, var skyndilega baðaður í aðdáun áhorfenda og þjálfarar þáttarins sem eru heimsfrægir söngvarar helltu yfir hann hrósi. Adam Levine, sem var þjálfari Jordan Smith í þáttunum, sagði hann vera besta söngvara sem nokkru sinni hefði tekið þátt í The Voice – og sennilega er það alveg hárrétt mat. Annar þjálfari, hinn sívinsæli Pharrell, fór aldrei leynt með mikla aðdáun sína á hæfileikum söngvarans og það sást að hann vildi svo gjarnan hafa hann í sínu liði.

Þeir sem gera lítið úr raunveruleikaþáttum og telja þá forheimskandi myndu örugglega endurskoða afstöðu sína hefðu þeir horft á frammistöðu Jordan Smith. Söngvarinn er ekta listamaður sem hlýtur að heilla alla sem á hann hlusta. Lögin sem hann söng í þáttunum röðuðu sér á metsölulista í Bandaríkjunum. Enginn söngvari sem keppt hefur í The Voice hefur náð sama árangri. Líf þessa unga manns, sem áður efaðist svo oft um sjálfan sig, er gjörbreytt.

Jordan Smith er dæmi um það að fólk á ekki að gefast upp þótt á móti blási. Hann hafði áður sótt um að komast að í The Voice en var hafnað. Hann gafst ekki upp og er nú orðinn stjarna. Plata er á leiðinni og við aðdáendur hans munum ekki láta hana fram hjá okkur fara.

Rétt er að þakka Skjá Einum fyrir að hafa tekið The Voice til sýninga. Ný þáttaröð er væntanleg og vonandi sýnir Skjár Einn hana einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu