fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Stjarna ásökuð um hrottalega árás og á von á fangelsisdóm: Tók upp grjót og réðst á manninn – ,,Hefði auðveldlega getað dáið“

433
Laugardaginn 20. janúar 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnustjarnan Ilias Chair gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisdóm fyrir atvik sem átti sér stað árið 2020.

Um er að ræða marokkóskan landsliðsmann sem hefur undanfarin ár spilað með Queens Park Rangers á Englandi.

Chair er ásakaður um að hafa ráðist á mann í Frakklandi fyrir fjórum árum en maðurinn ku hafa verið í sumarfríi ásamt fjölskyldu sinni.

Lögfræðingar Chair neita þessum ásökunum og segja að maðurinn hafi verið með eitt markmið og það væri að ögra stjörnunni og græða pening í kjölfarið.

Maðurinn segir að Chair hafi lamið sig í höfuðið með grjóti sem varð til þess að hann féll til jarðar og rotaðist.

Vitni hafa tekið undir það að árásin hafi átt sér stað en maðurinn hlaut alvarleg meiðsli og var fluttur á sjúkrahús.

,,Hann hefði auðveldlega getað dáið og finnur enn fyrir áverkum. Hann gat ekki sinnt sinni vinnu í langan tíma,“ kemur fram í skýrslu lögfræðinga mannsins.

Maðurinn heimtar 16 þúsund evrur í skaðabæður frá Chair sem þénar það vikulega hjá QPR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar
433Sport
Í gær

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“
433Sport
Í gær

Elías Már til Kína

Elías Már til Kína
433Sport
Í gær

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“
433Sport
Í gær

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum