fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Mætti ungur að rífa kjaft á æfingu – Mourinho tók hann á teppið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scott McTominay leikmaður Manchester United segir að Jose Mourinho hafi verið fljótur að taka sig niður þegar hann var ungur að árum.

Skotinn knái mætti þá á sína fyrstu æfingu og fór að rífa kjaft við allt og alla.

„Þegar ég fór fyrst að æfa með aðalliðinu í byrjun tímabilsins 2017, ég fór á æfingar sem Jose stýrði en margir leikmenn voru í verkefnum með landsliðum,“ segir McTominay.

„Það var dómari á þessari fyrstu æfingu sem dæmdi leik þar sem ungir voru á móti gömlum. Ég var að tapa mér, lét í mér heyra.“

„Það er líklega rétt að gera það en líka rangt, ég var að rífast við eldri menn eins og Michael Carrick og Ashley Young. Ég lét þá vita að allir dómar væru að falla með þeim.“

Mourinho tók McTominay til hliðar eftir æfinguna. „Mourinho ræddi við mig og sagði að ég yrði að láta leikmennina líka vel við mig, hann sagði að ég væri ekki búinn að afreka neitt.“

„Nokkrum mánuðum síðar kom þjálfari til mín og sagði að Jose hefði bara verið að prófa mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kom síðasti leikurinn á föstudag? – ,,Við sjáum til“

Kom síðasti leikurinn á föstudag? – ,,Við sjáum til“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Willum er nýr forseti ÍSÍ

Willum er nýr forseti ÍSÍ
433Sport
Í gær

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Í gær

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“