fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Tíu mest gúgluðu sjúkdómarnir

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 14. janúar 2024 17:30

Læknar vara við því að fólk greini sig sjálft eftir að hafa vafrað um á netinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir kannast við það að vafra um á Internetinu í leit að upplýsingum um heilsufarsleg einkenni eða ákveðna sjúkdóma. Þó að oftast sé nú sennilega betri hugmynd að leita til læknis.

Breska markaðsrannsóknafyrirtækið Compare the Market hefur gert könnun á því hvaða sjúkdóma fólk gúglar helst. Rannsóknin náði til 155 landa.

Sjúkdómurinn sem flestir leita að upplýsingum um á netinu, eða „gúggla“, er sykursýki. Sykursýki hafnaði í fyrsta sæti í 57 löndum, þar á meðal á Íslandi. Sykursýki er mjög ofarlega á blaði hjá vestrænum þjóðum. En áunnin sykursýki hefur verið að aukast samfara aukinni offitu.

Í öðru sæti er krabbamein. Krabbamein er mest gúglaði sjúkdómurinn í 50 löndum, einkum í Afríkuríkjum og öðrum ríkjum þriðja heimsins. Til eru ótal tegundir krabbameina, og er orðið krabbamein því nokkurs konar regnhlífarheiti.

Í þriðja sætinu eru verkir. Verkir eru einkenni en langvinnir verkir geta verið af ýmsum orsökum. Meðal annars vegna gigtarsjúkdóma.

Topp tíu listinn er eftirfarandi.

1 – Sykursýki

2 – Krabbamein

3 – Verkir

4 – HIV/Alnæmi

5 – Hár blóðþrýstingur

6 – Niðurgangur

7 – Malaría

8 – Höfuðverkur

9 – Herpes

10 – Inflúensa

Læknar vara við að fólk greini sjálft sig eftir uppflettingum um sjúkdóma eða einkenni á netinu. Ráðlegast er að leita til læknis ef fólk hefur áhyggjur af heilsu sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“