fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Vonar að Manchester United horfi til Sádi Arabíu – ,,Hann mun alltaf skora sín mörk“

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. janúar 2024 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United ætti að horfa til Sádi Arabíu í janúarglugganum í leit að framherja sem getur aðstoðað Rasmus Hojlund í vetur.

Hojlund hefur leitt línu United á tímabilinu en er aðeins með eitt mark í 15 deildarleikjum hingað til.

Flestir eru sammála um að þessi tvítugi strákur sé ekki tilbúinn í að vera nía United svo ungur að aldri og þarf hann meiri tíma til að aðlagast ensku úrvalsdeildinni.

Louis Saha, fyrrum framherji United, telur að félagið ætti að horfa til Karim Benzema sem gerði garðinn frægan með Real Madrid.

Benzema er 36 ára gamall og leikur með Al-Ittihad og hefur þar skorað níu mörk í 15 leikjum.

,,Benzema mun hrista upp í hlutunum í framlínu Manchester United og það er það sem þeir þurfa,“ sagði Saha.

,,Hann mun alltaf skora sín mörk og mun tengja spilið mun betur. Þetta er bara minn draumur en Karim er enn mikill atvinnumaður og er framherji sem Hojlund getur lært af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dramatík þegar Newcastle náði sér í miða í undanúrslitin

Dramatík þegar Newcastle náði sér í miða í undanúrslitin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið