fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Vendingar í fréttum af Greenwood – Eru til í að gera þetta fyrir hann ef hann kemur

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska stórliðið Atletico Madrid hefur spurst fyrir um Mason Greenwood, leikmann Getafe sem er á láni frá Manchester United. Marca segir frá þessu.

Greenwood gekk í raðir Getafe í sumar en hann er ekki talinn eiga framtíð hjá United.

Englendingurinn ungi hefur heillað í La Liga og er kominn með þrjú mörk og fjórar stoðsendingar í fjórtán leikjum til þessa.

Greenwood hefur verið sterklega orðaður við Barcelona en miðað við nýjustu fréttir þarf að taka Atletico alvarlega í kapphlaupinu um hann.

Æðstu menn hjá Barcelona vilja ólmir fá Greenwood til sín og hafa verið fréttir um það að þeir séu meira að segja til í að láta hann hafa sögufrægu treyju númer 10 hjá félaginu.

Í byrjun þessa árs voru mál gegn Greenwood látin niður falla en hann var sakaður um gróft ofbeldi gegn kærustu sinni – og nú barnsmóður – Harriet Robson. Málið var látið niður falla í kjölfar þess að lykilvitni dró sig til hlés.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið
433Sport
Í gær

Guardiola með djarfa spá – Gæti orðið sá besti í heimi í þessari stöðu

Guardiola með djarfa spá – Gæti orðið sá besti í heimi í þessari stöðu
433Sport
Í gær

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“
433Sport
Í gær

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina