Það vakti mikla athygli árið 2017 þegar 25 ára gamall Oscar ákvað að yfirgefa enska stórliðið Chelsea fyrir Shanghai SIPG, nú Shanghai Port, í Kína.
Brasilíumaðurinn fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað en hann þénar 24 milljónir evra á ári, eða um 3,6 milljarða íslenskra króna. Þá borgaði kínverska félagið Chelsea 60 milljónir punda fyrir hann.
Oscar skrifaði síðast undir nýjan samning við Shanghai í desember 2019, en mánuði síðar var sett á launaþak í kínverska boltanum sem leyfir að morga í mesta lagi 3 milljónir evra í árslaun fyrir erlenda leikmenn.
Á sjö árum sínum hjá Shanghai hingað til hefur Oscar því þénað 168 milljónir evra, rúma 25 milljarða íslenskra króna.
Á tíma sínum í Kína hefur Osvar unnið deildina tvisvar og bikarinn einu sinni. Þá hefur hann skorað 61 mark í 2017 leikjum.
Núgildandi samningur Oscar í Kína gildir út næsta ár.