Robbie Fowler, goðsögn Liverpool, er á því máli að hann hafi alltaf verið betri sóknarmaður en landi sinn, Michael Owen en þeir léku saman hjá félaginu um skeið.
Owen var á sínum tíma talinn einn efnilegasti leikmaður heims og var þá valinn sá besti í heimi árið 2001.
Owen lék fleiri leiki fyrir enska landsliðið á sínum ferli og skoraði 118 deildarmörk í 216 leikjum fyrir Liverpool í meistaraflokki.
Fowler er sjálfur einn besti framherji í sögu Liverpool og er sjálfur á því máli að hann hafi verið betri en Owen á vellinum.
,,Þegar kemur að getu þá má fólk hafa sína skoðun en ég tel að ég hafi alltaf verið betri en Michael, jafnvel þegar hann var að stíga sín fyrstu skref,“ sagði Fowler.
,,Michael var hraðari en ég en þegar kom að öllu öðru þá tel ég að ég hafi verið betri. Michael gæti sagt það sama um sjálfan sig en þetta er mín skoðun.“