Eddie Nketiah er ekki til sölu í janúarglugganum þó að Arsenal gæti reynt við hinn öfluga Ivan Toney sem leikur með Brentford.
Toney má byrja að spila á ný í janúar en hann hefur verið í leikbanni vegna veðmálabrota á þessu tímabili.
Samkvæmt blaðamanninum virta Rudy Galetti er Arsenal ekki að horfa á að skipta Nketiah út en hann hefur staðið sig með prýði á tímabilinu.
Arsenal mun treysta á Nketiah þar til allavega næsta sumar en lið á Englandi og í Þýskalandi hafa sýnt honum áhuga.
Arsenal mun ekki hleypa leikmanninum burt í byrjun 2024 en gæti mögulega opnað viðræður næsta sumar.