Færsla föðurs í hópi fyrir foreldra flokks 8 ára drengja í knattspyrnu hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þar hraunar hann yfir liðið og þjálfara.
Um er að ræða flokk drengja á Englandi og eru foreldrar og þjálfari með sameiginlegan hóp þar.
Faðirinn sem um ræðir var ósáttur eftir tapleik og ákvað að hrauna yfir mannskapinn. Skilaboðin láku svo á veraldarvefinn.
„Þetta var djöfulli vandræðalegt. Það eru gerð sömu mistökin aftur og aftur og ekkert gert í þeim. Við komumst ekkert áfram með boltann og þessu þarf að breyta. Ef þú hefur nokkurn tímann spilað 5-manna bolta veistu að þú þarft að breyta um taktík. Það eru engin samskipti,“ skrifar maðurinn reiður.
„Það var verið að leggja leikmenn okkar í einelti á vellinum og enginn var að bakka hina upp. Tveir leikmenn þeirra fóru framhjá okkar fimm í hvert einasta skipti og enginn gat stoppað þá því þeir hlupu um eins og hauslausar hænur.“
Hann virðist svo gagnrýna þjálfarann harðlega og ráðleggur honum með hina ýmsu taktík inni á vellinum.
„Það hafa ekki orðið neinar framfarir undanfarna 3 mánuði. Við þurfum að búa til þríhyrningsspil til að koma boltanum upp völlinn. Ég taldi tvö skipti þar sem við náðum að tengja saman þrjár sendingar, og þá varð það að marki.
Ég er viss um að ekkert foreldri eða barn vill láta niðurlægja sig svona. Gerðu það, horfðu á einn fótboltaleik og sjáðu hvernig við getum bætt okkur í uppspilinu og mótuninni á liðinu þegar við verjumst.“
Færslurnar í heild eru hér að neðan.
This message from a group chat of parents for an *UNDER 8’s* five a side Sunday football team is further proof that men who take football far too seriously are unhinged. pic.twitter.com/0ueSY7eFtq
— bally singh (@putasinghonit) December 17, 2023