Mbl.is skýrir frá þessu og hefur eftir Freysteini að það mikilvægasta nú sé að fylgjast vel með atburðarásinni, leggja mat á kvikuflæðið og leggja mat á hvað þurfi hugsanlega til að koma nýju gosi af stað.
Hann sagði að jarðskorpan hegði sér ekki það reglulega og ekki sé vitað með vissu hvar mörkin liggja varðandi það að nýr atburður hefjist.
Hann sagði að í hans huga sé líklegasta atburðarásin kannski að eitthvað af kviku þurfi að safnast fyrir áður en það gýs á nýjan leik.