fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Missti atvinnuleysisbætur í tvo mánuði því bíllinn bilaði á leið í atvinnuviðtal í Sandgerði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. desember 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur staðfest þá ákvörðun Vinnumálastofnunar að svipta konu eina atvinnuleysisbótum í tvo mánuði á grundvelli þess að hún mætti ekki í atvinnuviðtal í Sandgerði. Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 10. ágúst síðastliðinn en var birtur á vef nefndarinnar í dag. Konan bar því við að bíllinn hennar hefði bilað á leiðinni og því hafi hún misst af atvinnuviðtalinu.

Forsaga málsins er sú að konan missti vinnuna í september 2022 en tveimur mánuðum síðar, í nóvember 2022, fékk hún loks samþykktar atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastofnun. Þann 14. apríl 2023 var ferilskrá konunnar send á vinnuveitanda í Sandgerði og var hún nokkru síða, 27. apríl, boðuð í atvinnuviðtal vegna starfs sem fól í sér umsjón gistirýma og ræstingar.

Lét ekkert vita af sér vegna kvíða þegar bíllinn bilaði

Konan lét aldrei sjá sig í viðtalinu og nokkrum vikum síðar óskaði Vinnumálastofnun eftir skýringum og áréttaði að konan ætti yfir höfði sér að missa bótarétt sinn. Konan sendi þá þær útskýringar að hún væri búsett í Keflavík og hefði ekki bíl til umráða. Hafi hún fengið lánaðan bíl til að sækja viðtalið en illu heilli hafi bifreiðin bilað á miðjum vegi. Í ljósi þessara kvíðavaldandi aðstæðna hafi það ekki verið efst í huga hennar að láta atvinnurekandann vita af því að hún myndi ekki sjá sér fært að mæta í viðtalið.

Eftir klukkan 22 þennan dag hafi atvinnurekandinn spurst fyrir um af hverju konan hefði ekki látið sjá sig og fengið þá fyrrnefndar útskýringar.

Vinnumálastofnun hafi þá komist að þeirri niðurstöðu að svipta konuna bótarétti í tvo mánuði. Konan óskaði þá eftir því að málið yrði tekið upp að nýju en þegar niðurstaðan varð sú sama hafi hún kært málið til úrskurðarnefndar. Þar hafði hún ekki erindi sem erfiði eins og áður segir.

Hér má lesa úrskurðinn í heild sinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla