fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Zelenskyy með skýr skilaboð og varar Vesturlönd við

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. desember 2023 04:24

Volodymyr Zelenskyy. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, óttast að stríðið á milli Ísrael og Hamas dragi athygli alþjóðasamfélagsins frá stríðinu í Úkraínu. Hann játar einnig að gagnsókn Úkraínumanna í sumar hafi ekki staðið undir væntingum.

Þetta kemur fram í stóru viðtali AP-fréttastofunnar við hann. Hann sagði nú þegar sjáist afleiðingar þess að athygli alþjóðasamfélagsins hafi flust frá stríðinu í Úkraínu yfir á stríð Ísraels og Hamas. „Aðeins blindur maður sér þetta ekki. Við verðum að berjast fyrir að viðhalda athyglinni á stríðið í Úkraínu. Við megum ekki leyfa fólki að gleyma stríðinu hér,“ sagði hann.

Hann sagðist óttast að minni athygli þýði minni stuðning frá Vesturlöndum í formi peninga og vopna en það mun gera Úkraínumönnum erfiðara fyrir að verjast rússneska innrásarliðinu.

Það er á brattann að sækja hjá Úkraínumönnum þessa dagana að fá stuðning hjá Bandaríkjamönnum því samkvæmt nýjum skoðanakönnunum þá telur tæplega helmingur Bandaríkjamanna að Úkraína fái of mikinn stuðning frá Bandaríkjunum. Þá fer þeim þingmönnum Repúblikana, sem eru mótfallnir stuðningi við Úkraínu, fjölgandi. Af þeim sökum er óvist hvort Hvíta húsið ná að fá fleiri hjálparpakka fyrir Úkraínu samþykkta í þinginu.

Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í byrjun nóvember á næsta ári en vegna þeirra er framtíð Úkraínu ansi óviss og það veit Zelenskyy. Hann segist samt sem áður munu virða niðurstöður kosninganna en minnir á að með því að aðstoða Úkraínu séu Bandaríkin að hjálpa sjálfum sér.

„Ef varnargeta Úkraínu minnkar vegna skorts á stuðningi í formi vopna og peninga þá mun Rússland líklega ráðast á NATO-ríki. Þá þurfa bandarísk börn að fara í stríð,“ sagði hann.

Hann sagði að gagnsókn Úkraínumanna í sumar hafi ekki uppfyllt væntingar og sé þar um að kenna skorti á vopnum og hermönnum. „Við vildum skjótan árangur og út frá því sjónarmiði fengum við ekki það sem við vildum. Það er staðreynd,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Margrét ekki svipt föðurarfinum – Hundruð handskrifaðra skilaboða hennar til foreldranna vekja óhug 

Súlunesmálið: Margrét ekki svipt föðurarfinum – Hundruð handskrifaðra skilaboða hennar til foreldranna vekja óhug 
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum