fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Borða einu sinni á dag: Aðallega baunir í dós og smáræði af brauði – Algjört neyðarástand

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. desember 2023 10:56

Neyðin er mikil á svæðinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisyfirvöld á Gaza segija að 73 hafi látist í árásum Ísraelsmanna á svæðið síðastliðinn sólarhring. Þá voru 123 fluttir slasaðir, sumir alvarlega, á al-Aqsa sjúkrahúsið.

BBC fjallar um þetta og varpar ljósi á þá neyð sem ríkir á svæðinu.

Samkvæmt upplýsingum heilbrigðisyfirvalda hafa að minnsta kosti 16.248 látið lífið, þar af 7.000 börn, síðan Ísraelsmenn hófu hefndaraðgerðir sínar eftir innrás Hamas í Ísrael þann 7. október síðastliðinn.

Ísraelski herinn nálgast nú miðbæ Khan Younis sem er heimabær Mohammed Dief, leiðtoga hins herskáa arms Hamas-samtakanna. Þar er einnig talið að Yahya Sinwar dvelji en hann er talinn einn af höfuðpaurunum í skipulagningu atburðanna í Ísrael 7. október.

Mikil neyð ríkir á Gaza og dvelja enn hundruð þúsundir óbreyttra borgara á þeim svæðum sem Ísraelsher beinir nú sjónum sínum að. Samkvæmt BBC er óttast um enn frekari hörmungar á næstu dögum ef fer sem horfir.

Stríðsrekstur Ísraels á svæðinu hefur gert það að verkum að nauðsynjar, eins og til dæmis matur og hreint drykkjarvatn, er af mjög skornum skammti. BBC ræddi við Neven Hassan, fimm barna móður, sem varpaði ljósi á þá hrikalegu stöðu sem íbúar eru í.

„Við borðum eina máltíð á dag – að mestu smáræði af brauði og baunir í dós. Ég finn ekki mjólk fyrir sex mánaða barnið mitt, dætur mínar og synir eru lasin. Þau drekka óhreint vatn og við finnum engin teppi til að veita okkur skjól fyrir kuldanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Í gær

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína