fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fréttir

Rússar eru undir þrýstingi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. desember 2023 07:30

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríð Rússlands og Úkraínu er nú stríð um hvor aðilinn hefur meira úthald, hvor getur sent fleiri hermenn og vopn í fremstu víglínu. Fyrir helgi var tilkynnt að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hafi ákveðið að fjölgað skuli um 170.000 hermenn í rússneska hernum. Ástæðan er sögð „ógn“ vegna stríðsins í Úkraínu og „áframhaldandi útþensla NATO“.

Ekstra Bladet hefur eftir Flemming Splidsboel, sérfræðingi hjá hugveitunni Dansk Institut for Internationale Studier að þetta sé merki um að Rússar séu undir þrýstingi. Þetta sé stríð þar sem reyni á úthald stríðsaðila og það skipti máli að þrauka. „Þess vegna snýst þetta um að bæta við mönnum. Það er það sem Pútín er að gera núna og það er athyglisvert. Rússa vantar fleiri menn vegna stríðsins í Úkraínu. Nú undirbúa þeir sig undir að sama hvernig þessu lýkur, þá neyðumst við til að vera með marga hermenn því við verðum í eilífu eða mjög langvarandi stríði við Úkraínu,“ sagði hann.

Það svarar til 15% fjölgunar í rússneska hernum að bæta 170.000 hermönnum við hann en Rússar segja þetta „viðeigandi“ svar við ágengni NATO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ungmenni grunuð um rán við verslunarmiðstöð

Ungmenni grunuð um rán við verslunarmiðstöð
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þrettán ára drengur handtekinn vegna dauðsfalls tólf ára á leikvelli – „Allir hérna eru í losti“

Þrettán ára drengur handtekinn vegna dauðsfalls tólf ára á leikvelli – „Allir hérna eru í losti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vara við innrás smitberandi kakkalakka á Kanaríeyjum

Vara við innrás smitberandi kakkalakka á Kanaríeyjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjalti Úrsus heitir fundarlaunum vegna stolinnar kerru

Hjalti Úrsus heitir fundarlaunum vegna stolinnar kerru