fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Reyndi að smygla kókaíni í hundabúri

Pressan
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 06:30

Frá Heathrow. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí kom Jorge Pablo Samano Galas, 43 ára, með flugi frá Mexíkó til Heathrow flugvallarins í Lundúnum. Með sér hafði hann tíkina Camila og var hún að sjálfsögðu í búri.

Það vakti athygli starfsfólks í dýramóttöku flugvallarins að búrið var „óvenjulega þungt, undarlegt í laginu og lyktaði af terpentínu“ þegar það var tekið til hefðbundinnar skoðunar.

Þegar búrið var skoðað nánar fundust tíu eins kílós pakkar af kókaíni. Þeim hafði verið komið fyrir í fölskum botni sem hafði verið festur við búrið.

Galas var handtekinn þegar hann kom til að sækja búrið.

Sky News segir að starfsfólk dýramóttökunnar hafi heillast svo af Camila að einn starfsmaðurinn tók hana að sér eftir að Galas var handtekinn.

Þegar Galas var yfirheyrður sagðist hann hafa keypt Camila í dýraathvarfi í Mexíkó nokkrum vikum áður og hafi ákveðið að fara í frí með hana til Englands svo þau gætu „tengst“ betur.

Rannsóknin leiddi í ljós að hann hafði greitt rúmlega 3.000 pund fyrir flutninginn á Camila til Englands og hafði ekki keypt miða aftur heim. Auk þess voru önnur atriði í frásögn hans sem pössuðu engan veginn, þar á meðal að hann hafði ítrekað breytt ferðadögum sínum og hvaða leið hann færi til Englands.

Hann var dæmdur í sex ára fangelsi í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa