fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Segir að stríð Ísraels og Hamas geti breiðst út – Ekki einu sinni Bandaríkin geti stöðvað það

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. október 2023 04:05

Sprengjum hefur rignt yfir Gaza síðustu mánuði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spennan í Miðausturlöndum er á suðupunkti eftir árás Hamas á Ísrael. Ísraelsmenn hafa svarað fyrir sig af mikilli hörku og hættan á að átökin stigmagnist og fari algjörlega úr böndunum fer vaxandi. Það gæti orðið til þess að fleiri ríki og samtök dragist inn í átökin.

Í greiningu Deborah Haynes, ritstjóra Sky News á sviði örygis- og varnarmála, kemur fram að ástandið geti farið svo alvarlega úr böndunum að allsherjarstríð brjótist út í heimshlutanum og að það geti orðið svo svakalegt að ekki einu sinni Bandaríkin geti stöðvað það.

Hún bendir á að margir fletir séu á málinu og margt sem getur leitt til þess að allsherjarstríð brjótist út. Meðal þeirra sem geti komið við sögu séu Hezbollah í Líbanon, klerkastjórnin í Íran sem á í nánu sambandi við Vladímír Pútín og stjórn hans og fjöldi samtaka sem eru óvinir Ísraels.

Haynes bendir á að Bandaríkin átti sig á hversu alvarleg staðan sé, sérstaklega sú ógn sem stafar af Íran, og séu því að styrkja her sinn nærri Ísrael. Hafi bandarísk stjórnvöld meðal annars tilkynnt að þau ætli að senda fleiri loftvarnarkerfi til svæðisins til viðbótar þeim tveimur flugmóðurskipum sem þar eru.

Hún segir síðan að óljóst sé hvort máttur mesta hernaðarveldis heims dugi til að koma í veg fyrir að átök Hamas og Ísraels breiðist út og úr verði allsherjarstríð í Miðausturlöndum, stríð sem mun hafa áhrif á heiminn allan.

„Í raun virðist enginn hafa stjórn á hvað getur gerst næst, nú þegar Ísrael  færist nær því að herða enn sókn sína gegn herskáum Palestínumönnum á Gaza. Ísraelskir leiðtogar átta sig á hættunni en segjast ekki eiga annarra kosta völ en að berjast í kjölfar árásar Hamas þann 7. október,“ segir hún síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Margrét ekki svipt föðurarfinum – Hundruð handskrifaðra skilaboða hennar til foreldranna vekja óhug 

Súlunesmálið: Margrét ekki svipt föðurarfinum – Hundruð handskrifaðra skilaboða hennar til foreldranna vekja óhug 
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum