fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

United skellir verðmiða á Greenwood fyrir næsta sumar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. október 2023 21:30

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt vefsíðunni Teamtalk er Manchester United farið að skoða það hvaða upphæð félagið getur fengið fyrir Mason Greenwood næsta sumar.

Greenwood framherji Manchester United sem er í láni hjá Getafe á Spáni hefur farið vel af stað í nýju umhverfi.

Manchester United tók þá ákvörðun í sumar að Greenwood myndi ekki spila aftur fyrir félagið. Er það vegna rannsóknar lögreglu á meintu ofbeldi hans í nánu sambandi.

Greenwood var undir rannsókn í rúmt ár en málið var fellt niður hjá lögreglu eftir að vitni breyttu framburði sínum og ný gögn litu dagsins ljós.

Greenwood hefur farið vel af stað á Spáni og segja fréttir þar í landi að Sevilla skoði það að kaupa hann næsta sumar.

Er United samkvæmt TeamTalk að vonast eftir því að geta selt Greenwood á rúmar 20 milljónir punda en hann var á sínum tíma eitt mesta efni sem félagið hafði búið til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi
433Sport
Í gær

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“
433Sport
Í gær

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te