Samkvæmt vefsíðunni Teamtalk er Manchester United farið að skoða það hvaða upphæð félagið getur fengið fyrir Mason Greenwood næsta sumar.
Greenwood framherji Manchester United sem er í láni hjá Getafe á Spáni hefur farið vel af stað í nýju umhverfi.
Manchester United tók þá ákvörðun í sumar að Greenwood myndi ekki spila aftur fyrir félagið. Er það vegna rannsóknar lögreglu á meintu ofbeldi hans í nánu sambandi.
Greenwood var undir rannsókn í rúmt ár en málið var fellt niður hjá lögreglu eftir að vitni breyttu framburði sínum og ný gögn litu dagsins ljós.
Greenwood hefur farið vel af stað á Spáni og segja fréttir þar í landi að Sevilla skoði það að kaupa hann næsta sumar.
Er United samkvæmt TeamTalk að vonast eftir því að geta selt Greenwood á rúmar 20 milljónir punda en hann var á sínum tíma eitt mesta efni sem félagið hafði búið til.