fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Telur að Ísraelsmenn muni jafnvel ráðast á Íran

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. október 2023 04:06

Liðsmenn Íranska byltingarvarðarins. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klerkastjórnin í Íran hefur fagnað árás Hamas á Ísrael síðasta laugardag en þvertekur fyrir að hafa komið nálægt árásinni eða undirbúningi hennar. Hins vegar hafa Hamasliðar sagt að Íran hafi aðstoðað við undirbúning árásarinnar.

Dag Henrik Tuastad, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, telur að Ísraelsmenn vilji jafnvel ráðast á Íran. Nú sé viðhorf alþjóðasamfélagsins hliðhollt Ísraelsmönnum þegar kemur að því að þeir grípi til aðgerða gegn óvinum sínum.

Tuastad sagði í samtali við Norska ríkisútvarpið að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hafi í tæpan áratug talað um að stöðva verði Íran. Ef Ísraelsmenn eigi einhvern tímann að geta fengið Bandaríkin með sér í að gera árás á Íran, þá sé það nú.

Hann benti einnig á að Íran vilji líklega ekki að átökin í Ísrael breiðist út.

Wall Street Journal segir að Íranar hafi komið að skipulagningu árásar Hamas en því neitar klerkastjórnin en fagnar um leið árásinni.

Tuastad benti einnig á að Ísraelsmenn hafi lengi varað við Íran og hættunni af kjarnorkubrölti þeirra. Netanyahu sé sannfærður um að Íran sé ógn við tilvist Ísraels vegna kjarnorkuvopnaáætlunar þeirra. Aldrei fyrr hafi Ísrael haft betra pólitískt tækifæri til að ráðast á Íran en nú. Ísraelsmenn muni leggja mat á hvort Íranar hafi verið viðriðnir árás Hamas á laugardaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Í gær

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja fjármál Kópavogsbæjar vera í uppnámi

Segja fjármál Kópavogsbæjar vera í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“