fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Át skemmdan fisk og missti alla útlimi

Pressan
Sunnudaginn 17. september 2023 18:27

Laura Barajas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk kona missti alla fjóra útlimi sína í kjölfar þess að hún át fisk, svokallaðan hekluborra (e. tilapia), sem reyndist sýktur af stórhættulegri bakteríu.

Hin fertuga Laura Barjas, sem búsett er í San Jose í Kaliforníu-ríki, keypti sér fiskinn í nærliggjandi stórmarkaði og eldaði hann heima hjá sér. Eftir að hafa gætt sér á matnum veiktist hún fljótlega og það afar alvarlega. Lá hún í öndunarvél og í lyfjamóki á spítala í viku, fingur hennar og fætur urðu svartir sem og neðri vör hennar.

Nýru hennar voru að gefa sig og segja má að það hafi verið kraftaverk að Barjas lifði veikindin af. Að endingu áttu þó læknarnir ekki annarra kosta völ að fjarlægja hendur og fætur sjúklingsins.

Barjas sýktist af völdum bakteríunnar vibrio vulnificus sem olli vefjadrepi í líkama hennar. Árlega veikjast 150-200 manns af völdum bakteríunnar og 20% þeirra lætur lífið.

Umfjöllun New York Post

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér