fbpx
Föstudagur 01.ágúst 2025
Eyjan

Fyrrum samherjar hnakkrífast „fyrir allra augum“ – „Ég kenni í brjósti um þig Hannes“

Eyjan
Laugardaginn 16. september 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson og prófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson skutu föstum skotum á víxl í dag, en tilefni ágreinings þeirra var grein sem Hannes ritaði og birti á heimasíðu sinni og í Morgunblaðinu. Gengu gífuryrðin á milli og spilaði ritstjóri Moggans, Davíð Oddsson, stórt hlutverk í deilunum.

Grein Hannesar fjallaði um mælanleg mistök í samhengi við embættisverk ríkisstjórna Íslands í gegnum tíðina. Minntist fræðimaðurinn á Icesave-málið og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga um aldamótin 1900 þegar dr. Valtýr Guðmundsson tapaði kosningabaráttu fyrir Hannesi Hafstein hvað varðaði heimastjórnaráðherra, en Valtýr hafði beitt sér fyrir ráðherra sem búsettur væri í Kaupmannahöfn á meðan Hannes barðist fyrir ráðherra með búsetu hér heima.

Jón Steinar taldi ljóst að Hannesi hefði verið nær að líta á embættisverk Davíðs Oddssonar, þegar hann var forsætisráðherra. Þá sérstaklega þegar Davíð vildi með lögum takmarka heimildir manna til að eiga eignarhlut í fjölmiðlum og hins vegar þegar Davíð vildi með lögum láta íslenska ríkið ábyrgjast gífurlegar skuldir Íslenskrar erfðagreiningar á erlendri grundu.

Ótrúleg óskammfeilni

Viðraði Jón Steinar þessa skoðun í athugasemd á síðu Hannesar, en þeirri athugasemd eyddi fræðimaðurinn út sem varð til þess að lögmaðurinn ákvað að birta ummæli sín á sinni eigin síðu ásamt vænni pillu.

Um áðurnefnd meint mistök Davíðs sagði Jón:

„Í hvorugu þessara tilvika hafði hann komið vilja sínum fram vegna þess dómgreindarbrests sem hann sýndi með tillögugerðinni og allir sáu. Í annað skiptið vildi hann þagga niður í mönnum sem hann taldi hafa talað illa um sig. Í hitt skiptið vildi hann misnota ríkissjóð í þágu vinar síns Kára Stefánssonar. Þessi dæmi hlyti hlutlaus fræðimaðurinn að nefna til sögunnar.“

Jón Steinar segir það ótrúlega framkomu af Hannesi að hafa eytt athugasemdinni út, og ljóst sé að hetjudýrkun fræðimannsins til ritstjóra Morgunblaðsins sé gengin úr hófi fram.

„Nú kemur í ljós að Hannes hefur eytt athugasemdum mínum um þetta af síðu sinni. Þetta er ótrúleg óskammfeilni. Þeir sem til þekkja vita að hann dáir Davíð Oddsson og telur hann nánast guðlegan. En er þetta ekki of langt gengið hjá prófessornum? Aðdáun hans á Davíð virðist vera honum meira virði en fræðimannsheiður hans sjálfs.“

Með þessu hafi Hannes Hólmsteinn lýst því yfir að ekki sé hægt að taka skrif hans og kenningar alvarlega því hann taki sína eigin hagsmuni, og vina sinna, fram yfir málefnalegan heiðarleika.

„Ekki bara stundum heldur alltaf“

Svo þú yrðir þér ekki til skammar

Hannes Hólmsteinn svarar Jóni í athugasemd og sagði einfalt mál að útskýra hvers vegna athugasemdinni var eytt.

„Það var til þess að þú yrðir þér ekki til skammar, því þú hafðir algerlega misskilið Fróðleiksmolann. Hann var ekki um mistök almennt eða ágreining um málefni, heldur um mælanleg mistök, sannanleg mistök.“

„En þú vilt auðvitað ekki viðurkenna misskilning þinn; heldur halda áfram að þvarga um þetta og það á netinu, fyrir allra augum“

Eins og í góðum rifrildum þá ákvað Jón að gefa Hannesi ekki síðasta orðið.

„Ég kenni í brjósti um þig Hannes. Einu sinni vorum við samherjar en þú sagðir í reynd upp kunningsskap við mig til að þóknast guði þínum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins