Jonjo Shelvey er að ganga í raðir Rizespor en hann er verulega ósáttur hjá Nottingham Forest. Telegraph segir frá þessu.
Shelvey flýgur til Tyrklands og fer á láni út þessa leiktíð.
Shelvey var keyptur til Nottingham í janúar en hann hefur fengið fá tækifæri og var ósáttur.
Sehlvey er 31 ár gamall en hann var með tilboð frá Burnley, Sheffield United og Leeds en vildi ekki fara þangað.
Enski miðjumaðurinn fer því til Tyrklands í nýtt ævintýti en gæti snúið aftur til Nottingham eftir ár.