Þau Alexander Aron Davorsson, Bjarki Már Sverrisson og Ruth Þórðar Þórðardóttir þjálfarar Aftureldingar hafa ákveðið að róa á önnur mið að loknu nýafstöðnu tímabili.
Alexander kom inn í meistaraflokk kvenna fyrir 5 árum, fyrst sem aðstoðarþjálfari og síðar sem aðalþjálfari.
„Alexander hefur unnið mikið starf fyrir meistaraflokk og verðum við honum ævinlega þakklát fyrir alla þá óeigingjörnu og heilmiklu vinnu en segja mætti að hann hafi verið vakinn og sofinn yfir þessu verkefni,“ segir á vef Aftureldingar.
Bjarki Már og Ruth komu inn fyrir þremur árum og lyftu allri umgjörð í kringum liðið upp.