fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Forráðamenn Liverpool steinhissa á viðbrögðum í Hollandi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 8. september 2023 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Liverpool eru steinhissa á því að Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands hafi ákveðið að vaða í Ryan Gravenberch leikmann liðsins.

Koeman valdi Gravenberch ekki í landsliðshóp sinn en hann var þó valinn í U21 árs landsliðið en neitaði að mæta í verkefni.

Liverpool hringdi í forráðamenn knattspyrnusambands Hollands og útskýrðu af hverju Gravenberch myndi ekki mæta í verkefnið.

Liverpool keypti Gravenberch frá FC Bayern á lokadegi félagaskiptagluggans en hann vill koma sér fyrir í Bítlaborginni frekar en að fara í verkefni með U21 árs liði Hollands.

Koeman hefur stigið fram og gagnrýnt Gravenberch harkalega og fleiri í kringum landsliðið hafa stigið fram og efast um hugarfar miðjumannsins.

Forráðamenn Liverpool telja þessi viðbrögð ekki eiga rétt á sér og að forráðamenn hollenska sambandsins ættu að skilja aðstæður leikmannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig