fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Bjargað úr Tunguröð

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 1. september 2023 09:31

Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg kemur fram að rétt upp úr klukkan 20 í gærkvöldi hafi borist útkall vegna ungs manns sem lenti í sjálfheldu í klettum í Tunguröð, klettabelti milli Daladals og Tungudals inn af Fáskrúðsfirði.

Fram kemur í tilkynningunni að björgunarsveitir frá Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Neskaupstað hafi þegar haldið til aðstoðar.

Maðurinn var talsvert hátt uppi í fjallinu, og í snarbröttu klettabelti. Drónar voru notaðir til að staðsetja hann og til að hafa yfirsýn yfir svæðið á meðan aðgerðir stóðu yfir.

Enn fremur segir í tilkynningunni að björgunarfólk hafi haldið á fjallið með fjallabjörgunarbúnað, og tekist að komast upp fyrir manninn og síga niður til hans. Hann var þá orðinn kaldur og stirður og ljóst að hann myndi ekki geta gengið niður að sjálfsdáðum. Óskað var eftir þyrlu frá Landhelgisgæslunni sem hélt af stað frá Reykjavík rétt upp úr klukkan 22.

Björgunarfólk hóf aðgerðir við að koma manninum neðar í fjallið, svo þyrlan ætti hægara um vik að ná til hans, þegar hún kæmi á vettvang.

Settar voru upp tryggingar fyrir þá sem voru í fjallinu, og unnið að því að síga með manninn niður úr bröttustu klettunum. Það gekk vel og var þá hægt að búa hann undir að vera hífður upp í þyrluna.

Þyrla Landhelgisgæslunnar mætt á staðinn. Mynd: Aðsend

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var hann svo hífður upp í þyrlu, og fluttur niður á flugvöllinn í Fáskrúðsfirði.

Að lokum segir í tilkynningunni að björgunarfólk hafi þá haldið niður fjallið með búnað sinn, og var aðgerðum lokið rétt fyrir klukkan þrjú í nótt, þegar Norðfirðingarnir í hópnum voru komnir til síns heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns