fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Sport

Raggi Sig stýrir fram út tímabilið

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 18. ágúst 2023 21:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að Ragnar Sigurðsson mun stýra karlaliði Fram út tímabilið í Bestu deildinni. Félagið staðfesti þetta í kvöld.

Ragnar var aðstoðarmaður Jóns Sveinssonar áður en hann var látinn taka pokann sinn og hefur stýrt liðinu til bráðabirgða undanfarið.

Það voru vangaveltur um hvort hann tæki við alfarið og nú er það komið á hreint.

Igor Bjarni Kostic, sem starfað hefur í Noregi og var áður aðalþjálfari Hauka, verður Ragnari til halds og trausts í Úlfarsárdalnum

Fram er ellefta sæti Bestu deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af hefðbundnu tímabili.

Yfirlýsing Fram
Kæru Framarar,

Ákveðið hefur verið að Ragnar Sigurðsson mun stýra liðinu út tímabilið.

Undanfarnar vikur hefur nýtt teymi komið inn af krafti auk þess sem leikmannahópurinn hefur brugðist vel við þeim krefjandi aðstæðum sem liðið er í. Hefur hvoru tveggja skilað sér og sýnt sig í vaxandi leik liðsins. Þessi batamerki á leik og anda liðsins gera það að verkum að við lítum svo á að liðið sé á réttri leið undir stjórn Ragnars.

Honum til aðstoðar hefur Igor Bjarni Kostic verið ráðinn til starfa hjá FRAM og bjóðum við hann hjartanlega velkominn.

Igor starfaði síðast hjá KA, þar sem hann var í þjálfarateymi meistaraflokks auk þess að sinna afreksstarfi félagsins. Áður en að leiðin lá norður, þá stýrði hann meistarafokksliði karla hjá Haukum í tvö ár og leiddi þar afreksþjálfun félagsins. Þar áður starfaði Igor hjá norska knattspyrnusambandinu og á árunum 2015-2019 var hann yfirmaður akademíunnar hjá Ullensaker/Kisa í Noregi.

Aðalsteinn Aðalsteinsson og Daníel Traustason verða áfram til aðstoðar á æfingum og í þjálfarateymi liðsins. Daði Lárusson verður markvarðaþjálfari sem fyrr og mun Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðsins taka að sér hlutverk í leikgreiningu. IH styrkur sinnir gagnagreiningu og styrktarþjálfun liðsins áfram.

Hlökkum til að sjá alla bláklædda á vellinum á sunnudaginn þegar liðið mætir norðanmönnum í KA.

Áfram FRAM!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýjasta stjarna Arsenal horfði reglulega á goðsögn félagsins á YouTube

Nýjasta stjarna Arsenal horfði reglulega á goðsögn félagsins á YouTube