Thierry Henry fyrrum framherji Arsenal er að landa nýju starfi í þjálfun en hann er að taka við U21 árs landsliði Frakklands.
Henry hefur verið aðstoðarþjálfari Belgíu en hefur einnig tekið að sér starf í Bandaríkjunum.
Frakkarnir ákváðu að reka Sylvain Ripoll eftir slakt gengi U21 liðsins á EM.
Henry starfar sem sérfræðingur í sjónvarpi en hefur mikla áhuga á þjálfun og er nú að landa starfi.
Henry hefur stýrt Monaco í Frakklandi en það gekk ekki vel og var sá franski ekki langlífur í starfi þar árið 2018.