Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, hefur kveikt í stuðningsmönnum Chelsea og vekur athygli á Twitter.
Carragher birti þar færslu varðandi miðjumanninn Moises Caicedo sem er á óskalista beggja liða.
Chelsea er búið að ná munnlegu samkomulagi við Chelsea og ætlar að virða það þrátt fyrir áhuga frá Liverpool.
Brighton, lið Caicedo, ætlar að selja til hæstbjóðanda og gæti Chelsea endað á að borga 110 milljónir punda fyrir Caicedo.
Carragher segir að Todd Boehly, eigandi Chelsea, sé búinn að missa vitið ef hann kaupir leikmanninn á þá upphæð.
,,110 milljónir er fáránlegt verð fyrir 21 árs gamlan leikmann. Boehly er búinn að missa vitið í enn eitt skiptið,“ sagði Carragher.
Ólíklegt er að Liverpool borgi meira en 110 milljónir en var þó tilbúið að borga 100 milljónir fyrir Ekvadorann.