Ægir 2 – 2 Þróttur R.
0-1 Aron Snær Ingason (‘8 )
0-2 Jorgen Pettersen (’35 )
1-2 Atli Rafn Guðbjartsson (’45 )
2-2 Brynjólfur Þór Eyþórsson (’67 )
Þróttarar verða svekktir í kvöld eftir leik gegn Ægi sem fór fram í Lengjudeildinni.
Þróttur tók tveggja marka forystu gegn Ægi á útivelli og var útlitið mjög bjart eftir fyrstu 35 mínúturnar.
Ægir lagaði stöðuna á 45. mínútu og skoruðu þar mark sem gaf liðinu mikinn möguleika fyrir seinni hálfleikinn.
Brynjólfur Þór Eyþórsson sá svo um að tryggja Ægi stig en liðið situr enn á botninum með átta stig.