fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Segir að Rússar séu að verða uppiskroppa með hershöfðingja

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. júlí 2023 04:10

Konstantin Zizevsky er meðal þeirra rússnesku herforingja sem hafa fallið í Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar á síðasta ári hefur Úkraínumönnum tekist að drepa marga rússneska hershöfðingja. Í síðustu viku var það Oleg Tsokov sem féll í flugskeytaárás Úkraínumanna á bæinn Berdjansk í suðausturhluta Úkraínu. Rússar eru með bæinn á sínu valdi.

Tsokov hélt sig að sögn á hóteli í bænum þegar Storm Shadow flugskeyti lenti á því. Rússnesk yfirvöld hafa ekki staðfest þetta en þau staðfesta ekki opinberlega þegar hershöfðingjar falla í stríðinu.  Kyiv Post og Moscow Times skýra frá þessu.

Norska Dagbladet ræddi við Arne Bård Dalhaug, sem er hershöfðingi á eftirlaunum, um málið. Hann sagði óljóst hvaða áhrif það hefur á stríðið að Úkraínumönnum tókst að drepa Tsokov. En hann sagði eitt vera alveg öruggt: Rússum vanti hershöfðingja og herforingja.

Hann sagði að skortur á hæfum herforingjum sé staðreynd í Rússlandi og hafi verið síðan í upphafi stríðsins. Síðan þá hafi margir herforingjar fallið og nú séu Rússar að verða uppiskroppa með hæfa og reynda leiðtoga.

Hann sagði að þessi skortur á reyndum og hæfum herforingjum hafi miklar afleiðingar fyrir rússnesku stríðsvélina. Að hans mati stafa mörg af vandamálum Rússa á vígvellinum af lélegri stjórnun af hálfu óhæfra yfirmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings