fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Gamalt bandalag vaknar til lífsins – Pútín vill „gera allt“ til að hjálpa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. júlí 2023 07:00

Frá Havana. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku kom rússneska herskipið Perekop til Havana á Kúbu. Um „kurteisisheimsókn“ var að ræða en um leið var verið að styrkja böndin á milli Rússlands og Kúbu.

Bæði ríkin sæta alþjóðlegum refsiaðgerðum, bæði pólitískum og efnahagslegum, og því kannski ekki undarlegt að þau vilji eiga ákveðið samstarf.

Samband ríkjanna virðist nú vera meira og sterkara en það hefur verið um langa hríð. Samkvæmt fréttum kúbverskra fjölmiðla þá heimsóttu rússnesku sjóliðarnir yfirmann kúbverska sjóhersins og borgarstjórann í Havana og staði sem hafa sögulega og menningarlega þýðingu. Einnig var herskipið til sýnis fyrir almenning.

Þetta var í fyrsta sinn í mörg ár sem rússneskt herskip kom til Kúbu en að undanförnu hafa ríkin aukið samstarf sitt á efnahagssviðinu og pólitíska sviðinu.

Síðan Rússar réðust inn í Úkraínu á síðasta ári hafa Vesturlönd reynt að einangra Rússland á pólitíska sviðinu sem og efnahagssviðinu. En kúbversk stjórnvöld hafa tekið aðra stefnu. Forseti landsins, Miguel DiazCanel, hefur ekki lýst yfir beinum stuðningi við innrás Rússa í Úkraínu en í heimsókn hans til Moskvu í nóvember fordæmdi hann refsiaðgerðir Vesturlanda gegn Rússlandi.

Hann sagði einnig að stríðið í Úkraínu sé afleiðing af árásargjarnri stefnu Bandaríkjanna og stækkun NATO að landamærum Rússland. En hann sagði einnig að kúbverska ríkisstjórnin vildi að samið verði um lausn „deilunnar“.

Samband Rússlands og Kúbu teygir sig áratugi aftur í tímann. Á tímum kalda stríðsins var samstarf stjórnar Fiedel Castro á Kúbu og Sovétríkjanna náið og skipti gríðarlegu máli fyrir Kúbu sem hafði sætt efnahagslegum refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjanna síðan á sjöunda áratugnum. Í kjölfar hruns Sovétríkjanna lenti Kúba í miklum efnahagslegum hremmingum.

Í maí gerðu Rússland og Kúba ýmsa viðskiptasamninga sem miða að því að endurreisa efnahag Kúbu. Munu Rússar fjárfesta mikið ýmsum geirum, til dæmis sykur- og rommframleiðslu, hveitiræktun og olíuvinnslu.

Samningarnir gera Rússum einnig kleift að leigja landsvæði á Kúbu í allt að 30 ár og byggja upp ferðamannasvæði við ströndina í Havana og opna stórmarkaði með rússneskar vörur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ingibjörg bendir á kaldhæðni örlaganna varðandi eldgosið

Ingibjörg bendir á kaldhæðni örlaganna varðandi eldgosið
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland