fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

3745 einstaklingar skráðir án lögheimilis 

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 07:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls eru 3.745 ein­stak­ling­ar hér á landi ekki skráðir með lögheimili, það er eru skráðir með ótilgreint lögheimili eða óstaðsettir hús.

Kem­ur þetta fram í skrif­legu svari Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar innviðaráðherra við fyr­ir­spurn frá Birni Leví Gunn­ars­syni, þing­manni Pírata.

Fyrirspurn Björns Leví var svohljóðandi: „Í hversu mörg­um íbúðum á eng­inn sér skráð lög­heim­ili, í hversu mörg­um íbúðum á einn sér skráð lög­heim­ili, í hversu mörg­um íbúðum eiga tveir sér skráð lög­heim­ili, og svo fram­veg­is? Hversu margir eiga sér ekki skráð lögheimili neins staðar?  Stemmir fjöldi þeirra sem eiga sér skráð lögheimili við fjölda íbúa á Íslandi? Ef svo er ekki, hverju munar?“

Í svari ráðherra kemur fram að ekki sé hægt að taka út töl­ur niður á íbúðanúm­er þar sem ekki séu all­ir íbú­ar fjöl­býl­is­húsa skráðir niður á íbúðanúm­er og því ekki hægt að segja til um fjölda ein­stak­linga í hverri íbúð eins og staðan sé í dag. Fjöldi hús­eigna sem ekki hafa skráða íbúa er sam­tals 4.011 eða um 5,5% af öll­um hús­eign­um lands­ins.

Í svari ráðherra seg­ir að þess­ar töl­ur stemmi við skrán­ingu í þjóðskrá um fjölda íbúa og lög­heim­ila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést
Fréttir
Í gær

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu
Fréttir
Í gær

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Í gær

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum