fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Landsvirkjun flytur út í dag vegna myglu – Forstjórinn fær ekki skrifstofu á nýjum stað

Eyjan
Föstudaginn 30. júní 2023 11:48

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar flytur út úr skrifstofu sinni á 8. hæð á Háaleitisbraut, sem hann hefur haft í fjórtán ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsvirkjun hefur flutt höfuðstöðvar sínar tímabundið að Katrínartúni 2 í Reykjavík.

Í fyrrahaust fannst mygla í húsnæði Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68. Við frekari rannsóknir kom í ljós að umfangið var töluvert og því hefur starfsfólk Landsvirkjunar verið dreift um skrifstofuhúsnæði í borginni undanfarna mánuði og verður í sumum tilfellum þar áfram fram á komandi vetur.

Sjá einnig: Mygla í höfuðstöðvum Landsvirkjunar – Loka heilli hæð

Húsnæðinu að Háaleitisbraut 68 verður lokað frá og með 1. júlí. Móttaka gesta og öll önnur starfsemi Landsvirkjunar á höfuðborgarsvæðinu mun að endingu sameinast í Katrínartúni næstkomandi vetur, en fyrsti hópurinn er þegar fluttur yfir.

Í fréttatilkynningu kemur fram að starfsfólk Landsvirkjunar kveður Háaleitisbrautina með söknuði að sinni, en þar hefur fyrirtækið átt höfuðstöðvar sínar í nærri hálfa öld. Til skoðunar er annað hvort að gera endurbætur á húsnæðinu eða að flytja starfsemina á höfuðborgarsvæðinu í nýtt húsnæði.

„Það er mikils virði að tímabundin lausn hafi fundist á húsnæðismálum Landsvirkjunar. En nú þarf einfaldlega að meta hvort borgi sig að gera endurbætur á gamla húsnæðinu eða hvort finna þurfi nýtt framtíðarhúsnæði fyrir fyrirtækið,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, en hann flytur nú út úr skrifstofu sinni á 8. hæð á Háaleitisbraut, sem hann hefur haft í fjórtán ár.

Fylgir sögunni að í takt við nútímalegri stjórnarhætti mun Hörður ekki fá sérstaka skrifstofu á nýjum stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“