fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

City sakað um að hafa dælt peningum inn í félagið með verulega vafasömum hætti

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. júní 2023 21:30

Pep Guardiola og Sheikh Mansour / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City er sakað um að hafa tekið 30 milljónir punda inn í félagið í gegnum styrktaraðila sem ekki var til. Eru peningarnir taldir hafa komið frá Sheik Mansour eiganda félagsins.

Samkvæmt skýrslu UEFA frá árinu 2020 sem nú hefur lekið út fékk City tvær greiðslur inn í félagið.

Greiðslurnar komu í gegnum fyrirtæki í Abu Dhabi þaðan sem eigendur félagsins eru frá.

Greiðslurnar bárust árið 2012 og 2013. UEFA telur að greiðslurnar hafi verið innborganir frá eiganda félagsins sem er brot á reglum.

City var dæmt fyrir ítrekuð brot af UEFA á reglum um fjármuni og dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Alþjóðlegur dómstóll tók málið svo fyrir og var dómurinn mildaður.

City fékk ekkert bann í Meistaradeildinni og þurfti að greiða 10 milljónir punda í sekt en ekki 30 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Arftaki Mourinho klár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Arftaki Mourinho klár
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool spenntir – Nýjasti leikmaður liðsins í áflogum við stjörnu Liverpool í nótt

Stuðningsmenn Liverpool spenntir – Nýjasti leikmaður liðsins í áflogum við stjörnu Liverpool í nótt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mbappe fór í sögubækurnar gegn Íslandi

Mbappe fór í sögubækurnar gegn Íslandi
433Sport
Í gær

Jón Dagur ræðir subbulega brotið í París – „Ég fattaði það strax að þetta væri rautt, ég fann höggið“

Jón Dagur ræðir subbulega brotið í París – „Ég fattaði það strax að þetta væri rautt, ég fann höggið“
433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands – Afar svekkjandi í París

Einkunnir leikmanna Íslands – Afar svekkjandi í París