fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Panamaskjala-par hætt saman og takast á um meintar launagreiðslur í gegnum aflandsfélag og félag sem hefur leikið lausum hala á Reykjavíkurflugvelli

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. júní 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aflandsfélag stefndi íslensku félagi fyrir dóm vegna meintrar skuldar. Skuldin mun hafa orðið til sökum þess að forsvarsmaður aflandsfélagið reiddi af hendi fjármálastjórn í þágu íslenska félagsins og átti samkvæmt munnlegu samkomulagi að fá þá vinnu greidda. Slík hafi þó ekki orðið raunin. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á kröfu íslenska félagsins og vísaði málinu frá dómi. 

Aflandsfélagið heitir GX Holding og er forsvarsmaður þess Guðfinna Magney Sævarsdóttir. Félagið var stofnað á Cayman-eyjum árið 2013 og kom fyrir í Panamaskjölunum svokölluðu.

Á þeim tíma átti þáverandi sambýlismaður hennar, Hilmar Ágúst Hilmarsson, félagið með henni.

Nú hefur þó slitnað upp úr sambandi þeirra. Hilmar er aftur á móti forsvarsmaður íslenska félagsins ACE FBO Reykjavík ehf. sem hefur aðsetur á Reykjavíkurflugvelli og sinnir þjónustustarfsemi tengdri flutningum með flugi.

DV hefur áður fjallað um farsakenndan rekstur Hilmars á Reykjavíkurflugvelli, en um hann má lesa nánar hér.

Í þessu máli var því í reynd Guðfinna að stefna Hilmari vegna þeirrar vinnu sem hún telur sig hafa unnið í þágu félags hans, án þess að hafa fengið greitt það sem henni var lofað.

Dómari leit til þess að þar sem félag Guðfinnu væri stofnað og skráð á Cayman-eyjum með milligöngu viðskiptaþjónustuaðila. Vafi væri þó um hvort félagið væri enn skráð með tilskildum hætti. Nýleg gögn bendi tl þess að félagið sé í vanskilum með gjöld og hefði ekki staðið skil á tilkynningum til þar til bærra aðila í Caymaneyjum, en mögulega hafi það haft áhrif á skráningu félagsins, rétt eins og hér á landi þegar félög vanrækja tilkynningarskyldu til hlutafélagaskrá.

Guðfinna hafi ekki brugðist við athugasemdum dómara með því að leggja fram gögn til að staðfesta rétta skráningu félags síns og þurfi hún því að bera hallann af því. Gat dómari því ekki staðfest að aflandsfélagið hefði aðildarhæfi hér á landi og var málinu vísað frá og Guðfinnu gert að greiða Hilmari 450 þúsund krónur í málskostnað.

Áhugavert er að Hilmar bar því einmitt við að félag hans fyrrverandi gæti ekki haft aðild með vísan til einmitt Panama-skjalanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Í gær

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár
Fréttir
Í gær

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands
Fréttir
Í gær

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“
Fréttir
Í gær

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Í gær

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“