fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Tvær konur sögðu sögu sína: Saka knattspyrnustjörnu um nauðgun og ofbeldi – „Ef þú tekur af þér fötin þá færðu símann þinn“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. júní 2023 21:00

Mendy og fyrrum ástkona hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Mendy fyrrum leikmaður Manchester City situr þessa dagana í réttarsal þar sem tvö mál gegn honum eru tekin fyrir.

Um er að ræða mál sem er verið að taka fyrir aftur. Fjöldi ákæra voru lagðar fram gegn Mendy en hann var sýknaður í sjö ákærum þar sem hann var sakaður um að hafa nauðgað konum.

Kviðdómur gat hins vegar ekki kveðið upp dóm sinn í tveimur ákærum þar sem Mendy er sakaður um nauðgun og kynferðislegt ofbeldi.

Málið er því aftur tekið fyrir og konurnar tvær komu fyrir dómara í dag þar sem þær lýstu upplifun sinni. Önnur konan segir Mendy hafa nauðgað sér á heimil hans árið 2022.

Konunni var boðið á heimili Mendy þar sem hann tók af henni símann, segir lögmaður Mendy að það hafi verið gert svo ekki yrðu teknar myndir á heimili hans.

Getty Images

„Ef þú tekur af þér fötin þá færðu símann þinn, ég vil bara sjá þig. Ég snerti þig ekki, ég vil sjá líkama þinn, ég vil sjá brjóstin þín, brjóstin þín eru svo stór,“ á Mendy að hafa sagt við konuna.

Konan segir að Mendy hafi svo nauðgað sér á meðan hún reyndi að komast undan og sagði honum ítrekað að hætta. Segir konan að Mendy hafi sagt við sig að hún væri alltof feimin og að hann hefði sofið hjá 10 þúsund konum.

Önnur konan segist hafa verið í sturtu á heimili Mendy þegar hann mætti inn á baðherbergið. Hún segist hafa reynt að komast út.

Konan segir að Mendy hafi reynt að nauðga sér en ekki tekist ætlunarverk sitt. Málið heldur áfram fyrir dómi næstu daga og er líklegt að dómur verði kveðinn upp í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Í gær

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Í gær

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York