fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Bjartsýni hjá Bayern að vinna kapphlaupið við United og landa Kane – Þetta er ástæðan

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. júní 2023 11:00

Harry Kane / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er bjartsýni hjá Bayern Munchen að félaginu takist að landa Harry Kane í sumar.

Fyrsta tilboði Bayern var hafnað af Tottenham en það hljóðaði upp á um 60 milljónir punda. Tottenham vill nær 100 milljónum fyrir Kane þrátt fyrir að hann eigi aðeins ár eftir af samningi sínum.

Kane er sagður hafa samið um eigin kjör við Bayern ef félögin skildu ná saman. Þýska félagið er nú sagt undirbúa 80 milljóna punda tilboð í enska framherjann.

Þýski blaðamaðurinn Christian Falk segir bjartsýni innan herbúða Bayern um að það takist að landa Kane.

„Bayern Munchen væri ekki að bjóða í Kane ef félagið vissi ekki að hann myndi fara. Fyrsta skrefið var að semja við Kane og svo buðu þeir í hann,“ segir Falk.

„Málið er að Bayern er í annari deild. Kane gerði heiðursmannasamkomulag við Daniel Levy sem gerir honum kleift að fara í aðra deild ef hann er með gott tilboð.“

Falk segir Bayern meira að segja til í að bíða í eitt ár.

„Ef hann fer ekki í sumar mun Bayern bíða. Tottenham þarf að ákvða hvort félagið vill pening fyrir Kane núna því á næsta ári fá þeir ekkert fyrir hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Arftaki Mourinho klár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Arftaki Mourinho klár
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool spenntir – Nýjasti leikmaður liðsins í áflogum við stjörnu Liverpool í nótt

Stuðningsmenn Liverpool spenntir – Nýjasti leikmaður liðsins í áflogum við stjörnu Liverpool í nótt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mbappe fór í sögubækurnar gegn Íslandi

Mbappe fór í sögubækurnar gegn Íslandi
433Sport
Í gær

Jón Dagur ræðir subbulega brotið í París – „Ég fattaði það strax að þetta væri rautt, ég fann höggið“

Jón Dagur ræðir subbulega brotið í París – „Ég fattaði það strax að þetta væri rautt, ég fann höggið“
433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands – Afar svekkjandi í París

Einkunnir leikmanna Íslands – Afar svekkjandi í París