fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Kristján botnar ekki í ákvörðuninni og segir að það hljóti að „sjóða á Óskari“ – „Ég bara skil þetta ekki“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. júní 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ingi Sigurðarson er á leið til Patro Eisden í belgísku B-deildinni frá Breiðabliki. Blikinn og sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson telur skiptin ótímabær.

Hinn 22 ára gamli Stefán hefur verið frábær fyrir Blika á leiktíðinni og skorað tíu mörk. Nú eru Íslandsmeistararnir hins vegar að missa afar mikilvægan leikmann.

Patro Eisden er sem fyrr segir í belgísku B-deildinni en er metnaðarfullt félag.

„Það sem ég skil ekki er að Stefán taki þetta skref á þessum tímapunkti. Af hverju hann klárar ekki tímabilið?“ spurði Kristján í Þungavigtinni.

Stefán Ingi í eldlínunni. Mynd/ Helgi Viðar

Hann minntist á leið Ísak Snær Þorvalsdssonar sem fór til norska stórliðisins Rosenborg í fyrra.

„Sjáðu hvernig Ísak Snær gerði þetta. Hann fór í Rosenborg eftir frábært tímabil í fyrra. Rosenborg er hundrað sinnum stærri klúbbur en þetta lið í Belgíu.

Ég bara skil þetta ekki. Hann og umboðsmaðurinn hans hljóta að hafa ýtt þessu í gegn.“

Ríkharð Óskar Guðnason tók til máls. „Hversu pirraður heldur þú að Óskar (Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks) sé?“

„Mjög. Hvað þá ef hann fær ekki að kaupa neina leikmenn í staðinn. Þá hlýtur að sjóða á honum,“ svaraði Kristján.

„Ég get rétt ímyndað mér að hann sé trylltur,“ skaut Mikael Nikulásson svo inn í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra
433Sport
Í gær

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári