fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Þetta er ástæða þess að United vill losna við De Gea

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. júní 2023 08:24

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag stjóri Manchester United er eina ástæða þess að Manchester United er líklega að losa sig við David de Gea. Hollenski stjórinn er hættur að treysta De Gea.

United hafði lagt fram formlegt samningstilboð til David de Gea á dögunum sem markvörðurinn samþykkt. Þegar De Gea hafði lokið við að skrifa undir tilboð félagsins, neitaði félagið því að skrifa undir.

Segja ensk blöð í dag að Ten Hag hafi stýrt því, hann efist um De Gea og vilji annan mann í markið.

Getty Images

Samningur De Gea rennur út á föstudag og stefnir allt í að þá verði hann án félags. Eftir að hafa tekið tilboð sitt til baka hefur United nú lagt fram nýtt tilboð til De Gea.

De Gea samþykkti verulega launalækkun til að byrja með en talið er að félagið fari nú fram á miklu meiri lækkun en rætt hafði verið. De Gea þénar 375 þúsund pund á viku í dag.

Framtíð markvarðarins er í lausu lofti en hann er með tilboð frá Sádí Arabíu sem myndi hækka laun hans verulega.

United skoðar aðra kosti en De Gea eins og staðan er í dag og er Andre Onana markvörður Inter mest orðaður við félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Madueke fer til Arsenal fyrir rúmlega 50 milljónir

Madueke fer til Arsenal fyrir rúmlega 50 milljónir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísak Snær til Lyngby

Ísak Snær til Lyngby
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Glódís talar um mikil vonbrigði: ,,Erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við getum fagnað saman“

Glódís talar um mikil vonbrigði: ,,Erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við getum fagnað saman“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sambandsdeildin: Valur vann frábæran sigur

Sambandsdeildin: Valur vann frábæran sigur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kudus keyptur til Tottenham

Kudus keyptur til Tottenham
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum