fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Fóru yfir vandræðin í Breiðholti nú þegar falldraugurinn er á sveimi – „Þetta er til skammar“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. júní 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Markaþáttur Lengjudeildarinnar var sýndur hér á 433.is í gær en er einnig aðgengilegur í Sjónvarpi Símans.

Þeir félagar Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson greindu þar öll helstu atriði úr síðustu umferð.

Þar á meðal var leikur Leiknis og Aftureldingar sem endaði með 2-2 jafntefli. Leiknir situr í fallsæti á meðan Afturelding er á toppi deildarinnar.

Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en varnarleikur Leiknis hefur verið til vandræða í allt sumar.

„Ein tölfræði um Leikni, í sex leikjum af átta hafa þeir fengið á sig tvö mörk eða fleiri. Þetta er til skammar,“ sagði Helgi Fannar um stöðu mála Í Efra-Breiðholti.

Hrafnkell Freyr segir leikstíl Leiknis bjóða upp á mörk á sig. „Þeir fara með marga menn upp og skilja eftir svæði, það er byrjað að greina þá það vel að herja í svæðin þar sem þeir eru í vandræðum,“ sagði Hrafnkell.

Umræðan er hér að ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kudus keyptur til Tottenham

Kudus keyptur til Tottenham
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna
Hide picture