fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Var dauðadrukkinn og ákvað að kveikja í hári eiginkonu vinar síns – ,,Hvað í andskotanum ertu að gera?“

Victor Pálsson
Laugardaginn 24. júní 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Nicol, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur sagt frá ótrúlegu atviki sem átti sér stað fyrir 33 árum síðan.

Nicol samdi við Liverpool árið 1981 en hann lék með liðinu í 13 ár og var lengi mikilvægur hluti af leikmannahópnum.

Nicol missti af óvæntu tapi gegn Crystal Palace í undanúrslitum enska bikarsins árið 1990 en ferðaðist með liðinu sem snæddi kvöldverð saman eftir tapið.

Hann varð dauðadrukkinn í rútunni á leiðinni heim og ákvað á veitingarstaðnum að kveikja í hári eiginkonu vinar síns, Gary Ablett.

,,Ég var svo dauðadrukkinn á þessum tímapunkti en það gekk upp því allir voru svo miður sín. Ég náði að halda smá stemningu á meðal þeirra,“ sagði Nicol.

,,Við fengum okkur kvöldmat og eiginkona Gary Ablett var hliðina á mér með sitt risastóra hár, það var eins og runni væri á hausnum á henni.“

,,Ég sit þarna reykjandi og horfi á hárið og af einhverjum ástæðum hugsa ég með mér: ‘hvað myndi gerast ef ég kveiki í þessu.’

,,Ég ákveð að færa kveikjarann nær hausnum á henni og þá fór allt af stað. Gary öskraði á mig og spurði mig hvað í andskotanum ég væri að gera, hann slökkti í eldinum með eigin jakka.“

,,Þetta hljómaði eins og góð hugmynd á þessum tíma en ekki sú sniðugasta í sögunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot