fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Sara er nýja uppáhald allra í Barcelona – Þráði sól og hita og bannaði manninum að flytja til London

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. júní 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Arfaoui eiginkona Ilkay Gundogan er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Barcelona, miðlar á Spáni segja að Sara hafi bannað eiginmanni sínum að fara til Arsenal.

Gundogan tók ákvörðun um að fara frá Manchester City en Arsenal reyndi að krækja í þýska landsliðsmanninn.

Sara hefur hins vegar fengið nóg af veðrinu á Englandi og vildi halda til Spánar þar sem sólin skín betur og meira en í Englandi. Er Sara sögð stærsta ástæða þess að Gundogan hafnaði City og Arsenal til að fara til Spánar.

„Þetta er okkar nýja drottning,“ skrifar einn stuðningsmaður Barcelona en Sara og Gundogan giftu sig á síðasta ári.

„Dömur mínar og herrar, við eigum okkur nýtt uppáhalds,“ skrifar annar.

Fleiri taka í sama streng og Sara hefur slegið í gegn í Barcelona þrátt fyrir að hjónin séu ekki flutt í borgina.

Gundogan hefur náð samkomulagi við Barcelona um tveggja ára samning sem gengið verður frá á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórtíðindi af andstæðingum Íslands að morgni leikdags

Stórtíðindi af andstæðingum Íslands að morgni leikdags
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjö stór nöfn sem Marinakis er með á blaði fyrir starfið hjá Forest – Rak Nuno í gærkvöldi

Sjö stór nöfn sem Marinakis er með á blaði fyrir starfið hjá Forest – Rak Nuno í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

„Það verður erfitt en við reynum að gera það einhvern veginn“

„Það verður erfitt en við reynum að gera það einhvern veginn“