fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Harðorður Mikael vonast til þess að bæjarstjórnin skammist sín eftir flugið suður – „Þetta er gjörsamlega út úr korti“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. júní 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA þarf að spila heimaleik/i sína í undankeppni Sambandsdeildarinnar í sumar í Úlfarsárdal þar sem heimavöllur liðsins fyrir norðan er ekki löglegur í Evrópukeppni. Ekki eru allir sáttir við þetta.

KA mætir Connah’s Quay Nomads FC frá Wales í fyrstu umferð. Fyrri leikurinn fer fram í Úlfarsárdal.

„Þetta er svo dapurt. Það er 2023. Það eru bara komnir staðlar í þetta,“ segir sparkspekingurinn Mikael Nikulásson í Þungavigtinni.

Hann bendir á að tímarnir séu breyttir en íslensk félög þurfi að fylgja með.

„KA spilaði á móti Sofia frá Búlgaríu 1990 á Akureyrarvelli. Nú eru 33 ár liðin og þeir þurfa að spila í Úlfarsárdal. Auðvitað eru staðlarnir orðnir hærri í fótboltanum því hann hefur breyst svo mikið. En á Íslandi getur þú ekki spilað á heimavelli 33 árum seinna því það gerist aldrei neitt hérna.

Að KA þurfi að spila heimaleiki sína í Evrópukeppni í Úlfarsárdal, það er auðvitað bara hræðilegt. Það er ekkert eðlilegt við þetta.“

Mikael baunar á bæjarstjórn Akureyrar.

„Ég veit að þetta er ekki Sævari Péturssyni eða þjálfaranum að kenna. Ég efast ekki um að KA-menn í bæjarstjórn mæti á leiki þegar gengur vel og fljúga jafnvel í bæinn fyrir leikinn á Framvellinum. Ég vona að þeir skammist sín. Þetta er gjörsamlega út úr korti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Í gær

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki
433Sport
Í gær

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“