fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Mikilvægt að sveitarfélögin fylgi stafrænni þróun

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. júní 2023 10:20

Maria Hedman, vörustjóri CCQ hjá Origo, og Aðalheiður J. Óskarsdóttir, gæðastjóri Reykjanesbæjar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný ábendingagátt fór í loftið á vef Reykjanesbæjar nú á dögunum en um er að ræða eina einingu í gæðakerfi sveitarfélagsins sem hefur verið í innleiðingu seinustu ár. Gæðakerfi Reykjanesbæjar er CCQ frá Origo eins og segir í tilkynningu.Ábendingagáttin er notendavænni en fyrri lausnir og auðveldari úrlausnar fyrir starfsfólk. Ný ábendingagátt hentar öllum snjalltækjum og er því ekkert mál að grípa símann og senda ábendingu með einföldum hætti. Hægt er að senda myndir með ábendingunni og möguleiki er að senda staðsetningu á korti ef það á við.Öflugt bakendakerfi gerir það að verkum að starfsfólk getur brugðist hratt við ábendingum og komið þeim í réttan farveg. Kerfið sýnir einnig hvar ábendingin er stödd innan stjórnsýslunnar sem gerir eftirfylgni markvissari en áður en mikilvægt er að gott gagnsæi sé í stjórnsýslunni.Fögnum ábendingum„Mikilvægt er að taka öllum ábendingum fagnandi, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar og horfa á þær sem tækifæri til úrbóta. Reykjanesbær hefur unnið hörðum höndum að því seinustu mánuði við að finna leiðir til þess að einfalda ábendingagáttina hjá sveitarfélaginu og er því ánægjulegt að þetta skref hafi verið tekið. Tekið er fagnandi á móti öllum ábendingum,“ segir Aðalheiður J. Óskarsdóttir, gæðastjóri Reykjanesbæjar.,,Með virkri ábendingagátt er Reykjanesbær að bjóða upp á virkt samtal um málefni líðandi stundar og örugga úrvinnslu á þeim. Reykjanesbær er að sýna frábært fordæmi með því hugarfari starfsfólks að bjóða ábendingar velkomnar,“ segir Maria Hedman, vörustjóri CCQ hjá Origo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hildur segir ógeðslegt að sitja undir ásökunum – Segir ríkistjórnina líta á þá sem geri athugasemdir sem óvini þjóðarinnar

Hildur segir ógeðslegt að sitja undir ásökunum – Segir ríkistjórnina líta á þá sem geri athugasemdir sem óvini þjóðarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“