fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Athyglisverð ummæli Hazard sem er talinn vera hættur – ,,Hef verið að hvíla mig í þrjú ár“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 20. júní 2023 19:26

Hazard-bræður, Thorgan og Eden, fagna. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eden Hazard veit ekki hvar framtíð hans liggur eða hvort hann sé að leggja skóna á hilluna aðeins 32 ára gamall.

Hazard var um tíma einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar er hann lék með Chelsea og samdi svo við Real Madrid árið 2019.

Þar gekk ekkert upp hjá Belganum en meiðsli spiluðu þar stórt hlutverk og er hann í dag án félags.

Belginn er talinn vera að leggja skóna á hilluna en hann neitaði að staðfesta það í samtali við RTBF.

,,Mín framtíð? Eins og staðan er þá er ég bara ekki viss,“ sagði Hazard sem er 32 ára gamall.

,,Eftir þrjú erfið ár þá vil ég eyða tíma með fjölskyldunni og fara í frí. Við sjáum hvað gerist. Ég er viss um að ég sé enn með það sem þarf til að vera atvinnumaður í fótbolta en á sama tíma hef ég verið að hvíla mig í tvö eða þrjú ár. Ég er enn með orku!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði